Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:23 Þátttaka var dræm en Haley tókst engu að síður að tapa fyrir „engum“. Getty/Brandon Bell Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00