Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 20:09 Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Sjá meira
Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02