Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 12:02 Ragnar og Birta skipulögðu mótmælin ásamt Atlasi Njálssyni. Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn. Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn.
Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira