Innlent

Engin moska við Suður­lands­braut?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Teikning af moskunni.
Teikning af moskunni. Félag múslima á Íslandi

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar er vakin athygli á því að þrátt fyrir reglur Reykjavíkurborgar um að lóðarhafar eigi að hefja framkvæmdir innan þriggja ára frá því að þeir fá úthlutað lóð og að framkvæmdir eigi ekki að standa lengur yfir en í þrjú ár, séu nú um þrettán ár liðin frá því að félagið fékk lóðina við Suðurlandsbraut.

Vísað er til svara borgaryfirvalda um að lóðin hafi ekki verið byggingarhæf þegar henni var úthlutað en það hafi ekki verið fyrr en árið 2018 að heimalagnir voru lagðar að lóðinni.

„Tilkynning um að lóðin væri orðin byggingarhæf var send lóðarhafa þann 1. júlí 2021,“ segir Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði. Frá þeim tíma fór að telja niður í þriggja ára frestinn.

Samkvæmt svörum sem blaðið fékk hjá Félagi múslima á Íslandi á það í viðræðum við byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Morgunblaðið hefur greint frá því að Hjálpræðisherinn hafi augastað á lóðinni en nýtt húsnæði Hersins við Suðurlandsbraut sé nú þegar „sprungið“.


Tengdar fréttir

Grænt ljós á mosku við Suðurlandsbraut

Borgaryfirvöld hafa veitt Félagi múslima á Íslandi leyfi til að reisa mosku við Suðurlandsbraut 76. Bænahúsið verður á tveimur hæðum og rúmir 677 fermetrar að stærð.

Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri

Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×