Lilja Dögg ráðherra er ánægð með að Bláa lónið sé opið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2024 13:30 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sem var gestur á opnum fundi Framsóknar í Árborg í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er mjög sátt við að Bláa lónið sé opið þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesi. Hún segir fyrirtækið afar mikilvægt þegar ferðaþjónustan er annars vegar en þar starfa tæplega níu hundruð manns. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra var gestur í gær á opnum fundi Framsóknar í Árborg þar sem hún fór yfir fjölmörg mál, bæði hér heima og í útlöndum. Mestur tími fór þó í að ræða stöðuna í Grindavík og aðstoðina við samfélagið þar. „Við leggjum fram í næstu viku frumvarp þess efnis þar sem er verið að kynna uppkaup á húsnæði. Við höfum líka heyrt af því að það hugnist ekki öllum því það eru ýmsir, sem vilja um leið og þetta er orðið öruggt að flytja til baka og það kæmi mér ekki á óvart að við munum sjá svipaða þróun og var í Vestmannaeyjum að það sé hluti, sem kemur til baka en hluti, sem flytur frá Grindavík en þetta segi ég auðvitað með það að leiðarljósi að Grindavík verði orðin örugg,” segir Lilja. Það eru margir hissa á því á meðan Grindvíkingar mega ekki eyða meiri tíma í bæjarfélaginu sínu eða flytja heim þar sem það er óhætt að Bláalónið, sé opið á sama tíma. Hvað segir Lilja við því ? „Það er þannig að tæplega 900 manns starfa í Bláa lóninu og þetta er eitt okkar öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur áhrif á alla ferðaþjónustuna þegar lokað er í Bláa lóninu.” Þannig að þú ert með því að hafa opið? „Þegar það er metið að það sé öruggt og fólk er búið að æfa rýmingu og annað slíkt þá tel ég að það geti verið opið,” segir Lilja. Fjölmargir mættu til að hlusta á hvað Lilja Dögg hefði að segja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ríkisvaldið að standa sig vel varðandi Grindavík að mati Lilju eða hvað? „Já, við erum að gera allt, sem við mögulega getum og viljum áfram stuðla að því að ná utan um þessa stöðu en ég skil auðvitað, það eru margir, sem eru orðnir pirraðir og ég væri það sjálf ef ég kæmist ekki í húsið mitt, þannig að við þurfum bara að vinna með það en alltaf að ná utan um fólkið,” segir Lilja Dögg. Lilja Dögg er hlynnt því að Bláa lónið sé opið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Framsóknarflokkurinn Grindavík Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira