Innlent

Búið að laga bilun á Bylgjunni og FM

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bilun er í útsendingu Bylgjunnar á FM-tíðni stöðvarinnar 98,9 en hægt er að hlusta í vefútvarpinu.
Bilun er í útsendingu Bylgjunnar á FM-tíðni stöðvarinnar 98,9 en hægt er að hlusta í vefútvarpinu.

Bilun varð í útsendingu Bylgjunnar og FM í morgun en búið er að koma því í lag. 

Útvarpshlustendur FM957 og Bylgjunnar á Höfuðborgarsvæðinu fundu margir fyrir truflunum/þögn þessa í morgun vegna bilunar.

Bilunin var einungis á útsendingunni yfir loftnet og voru stöðvarnar báðar í fullri virkni á netinu og einnig í Bylgju-appinu. Dagskráin hélst óbreytt og Sprengisandur fór stundvíslega í loftið klukkan 10.

„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta kann að valda,“ segir Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarpsmiðla hjá Sýn.

Þórdís Valsdóttir er forstöðumaður útvarpsmiðla hjá Sýn.Sýn

Vísir er í eigu Sýnar.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:41 eftir að viðgerð var lokið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×