Fótbolti

Fíla­beins­ströndin á­fram | Íran sló Japan út í Asíukeppninni

Dagur Lárusson skrifar
Oumar Diakite fagnar sigurmarki sínu.
Oumar Diakite fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty

Fílabeinsströndin komst í undanúrslitin í Afríkukeppninni í kvöld á meðan Íran gerði sér lítið fyrir og sló Japan út í Asíukeppninni.

Ljóst er nú hvaða lið spila til undanúrslita í Afríkukeppninni sem og Asíukeppninni.

Fyrr í kvöld lauk átta liða úrslitum Asíukeppninnar þar sem Íran gerði sér lítið fyrir og sigraði Japan 2-1 á meðan Katar hafði betur gegn Úsbekistan eftir vítaspyrnukeppni.

Íran mun því mæta Hueng-Min Son og félögum í Suður-Kóreu í undanúrslitunum á meðan Katar mun mæta Jordan.

Í Afríkukepnninni var það Fílabeinsströndin sem hafði betur gegn Malí í kvöld 2-1 eftir framlengdan leik en það var Oumar Diakite sem skoraði sigurmarkið í lok framlengingarinnar.

Seinni leikur kvöldsins var Suður-Afríka gegn Grænhöfðaeyjum þar sem Suður-Afríku hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×