Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira