Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira