Fótbolti

Albert til­nefndur sem leik­maður mánaðarins: Hægt að kjósa hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson er stjarnan í Genoa liðinu sem kom upp úr b-deildinni fyrir þetta tímabil.
Albert Guðmundsson er stjarnan í Genoa liðinu sem kom upp úr b-deildinni fyrir þetta tímabil. Getty/Timothy Rogers

Albert Guðmundsson er tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í ítölsku deildinni eftir frábæra frammistöðu sína með Genoa liðinu.

Albert skoraði tvö mörk í janúar, eitt á móti Bologna og annað á móti Salernitana. Hann var millimetrum frá því að skora einnig á móti Lecce en þá var fylgt eftir á marklínunni eftir sláarskot hans úr aukaspyrnu.

Albert er allt í öllu í sóknarleik Genoa sem tapaði ekki leik í janúar, vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli.

Albert spilaði alls í 360 mínútur í mánuðinum, 81 prósent sendinga hans heppnuðust og hann bjó til níu marktækifæri fyrir liðsfélaga sína.

Albert er tilnefndur ásamt fimm öðrum en þeir eru Lautaro Martínez (framherji Inter), Dusan Vlahovic (framherji Juventus), Ruben Loftus-Cheek (miðjumaður AC Milan), Szymon Zurkowski (miðjumaður Empoli) og Alessandro Buongiorno (miðvörður Torino).

Hingað til hafa Rafael Leao, AC Milan (September), Paulo Dybala, Roma (Nóvember) og Christian Pulisic, AC Milan (desember) verið kosnir bestu leikmenn mánaðrins í Seríu A á 2023-24 tímabilinu.

Það er hægt að hjálpa Alberti að hreppa þessi verðlaun með því að kjósa hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×