Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 13:24 Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. Lögreglan á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum. Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Veginum var lokað klukkan 19:30 í gærkvöldi af öryggisástæðum vegna mikillar snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að afskipti voru höfð af ökumanni og farþega bifreiðar, sem reyndust hafa opnað lokunarhlið á veginum við Ísafjörð og haldið til Súðavíkur. Þeir skildu hliðið eftir opið og héldu síðar um kvöldið til baka til Ísafjarðar. „Þeim sem í bifreiðinni voru var kynnt að þeir yrðu kærðir vegna háttsemi sinnar. Alvarleiki hátternisins var ítrekaður fyrir þeim og kynnt að öll almenn umferð væri bönnuð um veginn til morguns að minnsta kosti, meðan lokunarhliðin væru fyrir veginum,“ segir í tilkynningunni. Háttsemin litin alvarlegum augum Hliðinu var lokað og gengið úr skugga um að enginn væri á ferð á vegarkaflanum milli lokunarhliðanna. Skömmu síðar sáu lögreglumenn bifreið ekið innan lokunarsvæðisins í Skutulsfirði í átt að Súðavík. „Reyndust þar á ferð sömu einstaklingar og fyrr um nóttina. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslum enda háttsemi þeirra til þess fallinn að stuðla að hættu fyrir þá, aðra vegfarendur sem og viðbragsaðila.“ Einstaklingunum tveimur hefur nú verið sleppt eftir yfirheyrslur. Í tilkynningunni kemur fram að háttsemin sé litin alvarlegum augum enda lokun vegarins til komin af brýnni ástæðu. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands hefur metið yfir 40 prósent líkur á að snjóflóð nái yfir vegi. „Enginn ætti að leika sér að þessum eldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Veður Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Færð á vegum Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41