Innlent

Grind­víkingar vitja um eigur sínar í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Grindvíkingar þurfa að fara um Krýsuvíkurveg inn í bæinn en lögregla segir aðstæður þar góðar í dag.
Grindvíkingar þurfa að fara um Krýsuvíkurveg inn í bæinn en lögregla segir aðstæður þar góðar í dag. Vísir/Grindavík

Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar.

Þetta er í þriðja sinn sem hleypt er inn í bæinn og eins og venjulega er um tvö holl að ræða. Fyrra hollið hefur frá klukkan níu til tólf til að athafna sig en seinna hollið frá tvö til fimm síðdegis. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar er að finna nánari upplýsingar um hólfaskiptingu.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum segir að færðin á Krýsuvíkurvegi sé góð núna í morgunsárið. Samkvæmt Vegagerðinni hafi snjóruðningstæki farið um veginn í morgun auk þess sem vegurinn hafi verið saltaður. Hlé var gert á aðgerðunum í gær vegna veðurs en spáin í dag er mun skaplegri.


Tengdar fréttir

Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun

Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×