Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 11:47 Frá Reykjanesbrautinni í desember 2022 þegar henni var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. „Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is. Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is.
Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira