Fótbolti

Hlín með „Mamma Mia!“ mark í fyrsta leiknum án Betu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir hefur verið fastakona í íslenska landsliðinu í síðustu leikjum.
Hlín Eiríksdóttir hefur verið fastakona í íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Hlín Eiríksdóttir hóf undirbúningstímabilið með Kristianstad með því að skora þrennu á móti Trelleborg í æfingarleik um síðustu helgi.

Hlín er ekki lengur með Elísabetu Gunnarsdóttur sem þjálfara en lætur það greinilegt ekkert trufla sig. Elísabet hætti með Kristianstad í lok síðasta tímabils eftir fimmtán ára starf.

Hlín kom til félagsins fyrir ári síðan og skoraði ellefu deildarmörk á sínu fyrsta tímabili á síðustu leiktíð. Hún byrjar þetta tímabil sjóðandi heit.

Eitt marka hennar var stórglæsilegt eins og Kristianstad sýndi á miðlum sínum.

Hlín fékk þá boltann rétt fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig og þrumaði honum upp í bláhornið með sannkölluðu þrumuskoti.

Samfélagsmiðlafólk Kristianstad kallaði þetta „Mamma Mia!“ mark og það er hægt að taka undir það. Markið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×