Innlent

Um­boðs­maður vill svör um símalokun Lyfjastofnunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.
Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu um ákvörðun Lyfjastofnunar að svara ekki lengur símtölum með hefðbundnum hætti heldur taka aðeins við beiðnum um símtöl. 

Frá þessu er greint á heimasíðu Umboðsmanns.

Þar segir að Umboðsmaður vilji meðal annars vita hvort ráðuneytinu hafi verið kunnugt um fyrirætlanir Lyfjastofnunar, hvers vegna þetta hefur verið talið nauðsynlegt og hvaða mat liggi því til grundvallar að tveggja klukkustunda úthringitími starfsmanna stofnunarinnar nægi til að sinna skyldum hennar.

„Jafnframt er óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þess hvort og þá hvernig slíkir starfshættir samrýmist sjónarmiðum um málshraða og leiðbeiningarskyldu í stjórnsýslu og vönduðum stjórnsýsluháttum,“ segir í tilkynningunni.

Þá er einnig óskað upplýsinga um það hvort fólk fái afrit af símtalsbeiðni sinni eða einhverja staðfestingu á því að erindið hafi verið sent svo hægt sé að fylgja því eftir.

Hér má finna nýtt form á vef Lyfjastofnunar sem nú þarf að fylla út til að komast í samband við stofnunina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×