Innlent

Sló maka sinn með barnastól og fær sex­tíu daga skil­orðs­bundinn dóm

Jón Þór Stefánsson skrifar
Brot mannsins átti sér stað á heimili fólksins í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Brot mannsins átti sér stað á heimili fólksins í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot í nánu sambandi sem áttu sér stað á heimili þeirra í síðastliðinn desember.

Manninum var gefið að sök að ógna lífi, heilsu og velferð maka síns með því að veitast að henni með ofbeldi. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana með barnastól í höfuðið.

Fyrir vikið hlaut konan tveggja sentímetra langan opinn skurð á enni sem þurfti að sauma saman með þremur sporum.

Maðurinn játaði skýlaust sök í málinu og dómurinn sá ekki ástæðu til að draga hana í efa. Samkvæmt sakarvottorði mannsins hafði hann ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður.

Líkt og áður segir hlaut hann sextíu daga skilorðsbundinn dóm og er gert að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talinn laun verjanda síns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×