Innlent

Slysið á Suður­lands­vegi var bana­slys

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slysið varð upp úr klukkan sex í kvöld.
Slysið varð upp úr klukkan sex í kvöld.

Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Slysið varð á sjöunda tímanum í kvöld þegar árekstur varð milli dráttarvélar og jeppa. 

Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en tveir til viðbótar voru fluttir slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Suðurlandsvegi var lokað í kjölfar slyssins en vegurinn var opnaður aftur skömmu fyrir miðnætti. Pétursey er um tíu kílómetra austur af Sólheimasandi sunnan Mýrdalsjökuls og um tuttugu kílómetra vestur af Vík í Mýrdal.

Um er að ræða sjötta banaslysið á landinu það sem af er ári. Níu létust í umferðinni allt árið í fyrra og átta árið 2022.


Tengdar fréttir

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 

Alvarlegt slys á Suðurlandi

Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×