Miklar umferðartafir við Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 09:18 Almannavarnir hyggjast gefa út tilkynningu vegna málsins. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. Íbúi í Grindavík hafði samband við fréttastofu vegna málsins. Þá var viðkomandi að snúa við og sagði þó nokkurn fjölda hafa ákveðið að snúa við. Töluverðar tafir eru á vettvangi og eru dæmi um bíla sem eru fastir vegna færðar. Frá og með deginum í dag hefur staðið til að hleypa Grindvíkingum inn í bæinn í hollum til að vitja eigna sinna. Aðgengið og áætlanir stjórnvalda voru kynntar á upplýsingafundi í gær. Gangi á með hríðarbyl Í svörum frá upplýsingafulltrúa bæjarins til íbúa á samfélagsmiðlum segir að í morgun hafi verið byrjað klukkan 4:30 að ryðja og hálkuverja vegi. Unnið sé á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi. Það gangi á með hríðarbyl. Veðrið sé ekki að hjálpa. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að fara yfir málin. Fólk er beðið um að bíða rólegt. Erfið veðursskilyrði séu fyrir hendi á svæðinu. Vegagerðin að senda fleiri tæki á vettvang G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Vísi að fjöldi tækja á vegum Vegagerðarinnar sé á svæðinu að ryðja vegi. Hann segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra. Éljabakki sé yfir svæðinu og mikil snjókoma. Það séu snjóruðningstæki á Nesvegi, Grindavíkurvegi og Krýsuvíkurvegi. G. Pétur segir ekki auðvelt að þjónusta Krýsuvíkurveg á veturna. Í tilfellum líkt og í dag væri hann einfaldlega lokaður vegna veðurs. Einstefnan til að koma í veg fyrir flöskuháls Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birtist á Facebook síðu hans í morgun segir að einstefna inn og út úr bænum hafi ekkert með starfsemi í Bláa lóninu að gera. Ekki er tekið fram hvers vegna þetta er sérstaklega tekið fram. „Þær upplýsingar fengust frá Almannavörnum að ástæða þess að farið er einstefnu-leið til Grindavíkur (inn Suðurstrandaveg og út Norðurljósaveg) er til að tryggja hnökralaust flæði. T.d. ef að einhver er ekki með kóða sem virkar eða ef snúa þarf aðilum frá,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert rými er til þess ef báðar akstursstefnur eru notaðar um Grindavíkurveg og Norðurljósaveg. Með þessu er verið að koma í veg fyrir stíflu eða flöskuháls.“ Í tilkynningu á vef bæjarins segir að vegna snjós verði ekki hægt að fara inn á gámasvæði og hesthúsahverfi í dag. Segir að veður sé ekki að gera verkefninu auðvelt fyrir og því verði ekki hægt að fara inn á svæði A1 sem er gámasvæðið né inn á hesthúsahverfið sem er innan B1 fyrr en náðst hefur að ryðja snjó og tryggja aðgengi bíla. Ekki kunnugt um slys á fólki Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að veður á svæðinu sé óhagstætt. Það gangi á með éljum. Hann segir að verið sé að greiða úr færðinni. Staðan sé stöðugt endurmetin. Honum er ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki í umferðartöfum morgunsins. Frétt uppfærð kl. 11:39: Í nýrri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að búið sé að losa bíla sem sátu fastir í snjó. Unnið hafi verið að snjómokstri á Krýsuvíkurvegi frá því um klukkan fjögur í nótt. Með morgninum hafi veðrið versnað hratt með snjókomu og skafrenningi sem hafi haft áhrif á færðina. Vegfarendur eru beðnir um að huga vel að aðstæðum til aksturs, þar sem nú er hávetur. Grindavík Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Íbúi í Grindavík hafði samband við fréttastofu vegna málsins. Þá var viðkomandi að snúa við og sagði þó nokkurn fjölda hafa ákveðið að snúa við. Töluverðar tafir eru á vettvangi og eru dæmi um bíla sem eru fastir vegna færðar. Frá og með deginum í dag hefur staðið til að hleypa Grindvíkingum inn í bæinn í hollum til að vitja eigna sinna. Aðgengið og áætlanir stjórnvalda voru kynntar á upplýsingafundi í gær. Gangi á með hríðarbyl Í svörum frá upplýsingafulltrúa bæjarins til íbúa á samfélagsmiðlum segir að í morgun hafi verið byrjað klukkan 4:30 að ryðja og hálkuverja vegi. Unnið sé á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi. Það gangi á með hríðarbyl. Veðrið sé ekki að hjálpa. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að fara yfir málin. Fólk er beðið um að bíða rólegt. Erfið veðursskilyrði séu fyrir hendi á svæðinu. Vegagerðin að senda fleiri tæki á vettvang G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Vísi að fjöldi tækja á vegum Vegagerðarinnar sé á svæðinu að ryðja vegi. Hann segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra. Éljabakki sé yfir svæðinu og mikil snjókoma. Það séu snjóruðningstæki á Nesvegi, Grindavíkurvegi og Krýsuvíkurvegi. G. Pétur segir ekki auðvelt að þjónusta Krýsuvíkurveg á veturna. Í tilfellum líkt og í dag væri hann einfaldlega lokaður vegna veðurs. Einstefnan til að koma í veg fyrir flöskuháls Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birtist á Facebook síðu hans í morgun segir að einstefna inn og út úr bænum hafi ekkert með starfsemi í Bláa lóninu að gera. Ekki er tekið fram hvers vegna þetta er sérstaklega tekið fram. „Þær upplýsingar fengust frá Almannavörnum að ástæða þess að farið er einstefnu-leið til Grindavíkur (inn Suðurstrandaveg og út Norðurljósaveg) er til að tryggja hnökralaust flæði. T.d. ef að einhver er ekki með kóða sem virkar eða ef snúa þarf aðilum frá,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert rými er til þess ef báðar akstursstefnur eru notaðar um Grindavíkurveg og Norðurljósaveg. Með þessu er verið að koma í veg fyrir stíflu eða flöskuháls.“ Í tilkynningu á vef bæjarins segir að vegna snjós verði ekki hægt að fara inn á gámasvæði og hesthúsahverfi í dag. Segir að veður sé ekki að gera verkefninu auðvelt fyrir og því verði ekki hægt að fara inn á svæði A1 sem er gámasvæðið né inn á hesthúsahverfið sem er innan B1 fyrr en náðst hefur að ryðja snjó og tryggja aðgengi bíla. Ekki kunnugt um slys á fólki Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að veður á svæðinu sé óhagstætt. Það gangi á með éljum. Hann segir að verið sé að greiða úr færðinni. Staðan sé stöðugt endurmetin. Honum er ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki í umferðartöfum morgunsins. Frétt uppfærð kl. 11:39: Í nýrri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að búið sé að losa bíla sem sátu fastir í snjó. Unnið hafi verið að snjómokstri á Krýsuvíkurvegi frá því um klukkan fjögur í nótt. Með morgninum hafi veðrið versnað hratt með snjókomu og skafrenningi sem hafi haft áhrif á færðina. Vegfarendur eru beðnir um að huga vel að aðstæðum til aksturs, þar sem nú er hávetur.
Grindavík Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. 28. janúar 2024 18:40