Fótbolti

Angóla og Nígería í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nígería er komið áfram.
Nígería er komið áfram. MB Media/Getty Images

Angóla og Nígería eru komin í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Angóla vann Namibíu 3-0 á meðan Nígería lagði Kamaerún.

Neblu, markvörður Angóla, fékk rautt spjald eftir 17 mínútur fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. Það kom ekki að sök þar sem Gelson Dala kom Angóla yfir eftir sendingu frá Fredy á 38. mínútu.

Tveimur mínútum síðar fékk Lubeni Haukongo sitt annað gula spjald og þar með rautt. Bæði lið luku því leik með 10 leikmenn inn á vellinum. Þetta nýtti Angóla sér en Gelson Dala skoraði sitt annað mark á 42. mínútu, aftur var það Fredy sem lagði upp markið.

Á 66. mínútu var það Gelson sem lagði upp fyrir Mabululu en hann gulltryggði sigur Angóla og þar með sæti í 8-liða í úrslitum.

Nígería sendi svo Kamerún heim þökk sé tvennu frá Ademola Lookmann, eitt mark í hvorum hálfleik. Lokatölur 2-0 og Kamerún farið heim eftir vægast sagt athyglisvert mót. André Onana, markvörður Manchester United, var áfram á varamannabekk Kamerún en það var mikill fréttaflutningur í kringum þátttöku hans á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×