Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Róbert Aron Pálmason, smiður og íbúi á Laugarvatni, sem dásamar staðinn enda mikið byggt á Laugarvatni og margir að flytja þangað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni. Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Róbert Aron Pálmason, verktaki, smiður og íbúi á Laugarvatni er einn af þeim sem er að byggja nokkur hús á Laugarvatni. Hann er ánægður með uppbygginguna á staðnum enda segir hann Laugarvatn vera frábæran stað til að búa á en þorpið er hluti af Bláskógabyggð. „Það eru hérna 20 íbúðir í byggingu núna, sem er bara óvenju gott á mælikvarða lítils þorps. Hérna eru í byggingu raðhúsaíbúðir og það eru lítil fjölbýli í næstu götu, sem góður verktaki er að byggja og svo eru held ég fimm íbúðarhús, sem að einstaklingar eru að byggja,” segir Róbert Aron. En hvaða skýringu á Róbert Aron á þessar miklu uppbyggingu á staðnum? „Hér er náttúrulega dásamlegt að búa og ég held að Covid hafi kennt okkur það svolítið að það þarf ekkert endilega að búa í Reykjavík, maður getur bara búið svolítið fyrir utan borgina. Til dæmis fólk, sem þarf að fara einu sinni til tvisvar í vinnuna í Reykjavík, getur vel setið fyrir framan tölvuna hér frekar en að bíða að komast þangað á rauðu ljósi í Reykjavík.” Róbert Aron segir umhverfið á Laugarvatni vera einstaklega rólegt og gott og margt áhugavert í boði. Þá nefnir hann skólasamfélagið, sem sé frábært, eins og í menntaskólanum og þá sé íþróttalíf og félagsstörf frábær á staðnum. Húsin sem Róbert Aron er meðal annars að byggja á Laugarvatni og eru að fara í sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með fasteignaverð á Laugarvatni á nýju húsunum, hvernig er það? „Það er bara skammarlega lágt mundi ég segja miðað við gæðin, sem eru því fólgin að búa hérna. Það er spottprís á íbúðunum hér en það verður bara að hafa það. Hér höfum við í rauninni allt til alls. Það er stutt á Selfoss, örstutt að skjótast í bæinn og allt bara dásamlegt,” segir Róbert Aron, alsæll með lífið á Laugarvatni.
Bláskógabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira