Innlent

Minnast tveggja fallinna fé­laga

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson
Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnist tveggja fallinna félaga í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Það eru Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson sem báðir sinntu störfum fyrir Landsbjörgu. Báðir voru bornir til grafar í vikunni.

Frímann Grímsson lést í bílslysi ásamt eiginkonu sinni á Grindavíkurvegi í byrjun mánaðar.

„[Hann] gegndi mikilsverðum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var einn af þeim sem drógu vagninn í sameiningu björgunarsveita í Reykjanesbæ, sat í nýsmíðanefnd nýrra björgunarskipa en rekstur góðra björgunarskipa var honum afar hugleikinn,“ segir í færslu Landsbjargar.

Í minningarorðum um Júlíus segir að hann hafi fallið frá langt fyrir aldur fram og að hann hafi gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg til margra ára.

„Hann sat í stjórn félagsins, var virkur í starfi í heimabyggð, en hann var ein af driffjöðrum þess að sameina björgunarsveitir í Hafnarfirði í eina sveit, Björgunarsveit Hafnarfjarðar,“ segir um Júlíus.

„Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir fjölskyldum þeirra beggja hugheilar samúðarkveðjur. Starf þeirra innan félagsins mun lifa með okkur áfram.“


Tengdar fréttir

Hjón létust á Grindavíkurvegi

Fólkið sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi hét Frímann Grímsson og Margrét Á. Hrafnsdóttir. Þau voru hjón og láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×