Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 11:11 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru nefnd á nafn af átta og sex prósent svarenda. Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira