Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 19:06 Kári Stefánsson segir að hann hefði ekki breytt neinu í ákvarðanatöku stjórnvalda í heimsfaraldrinum, sem hafi brugðist hárrétt við miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á sínum tíma. Vísir/Ívar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“ Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“
Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira