„Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjómokstrinum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. janúar 2024 12:06 Tómas Skúlason stendur í stappi við borgaryfirvöld en alltaf þegar korn kemur úr himni er mætt stórvirk snjómokstursvél í bakgarðinn hjá honum, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu til. vísir/samsett Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti stígur fram og játar fúslega að hafa verið sá sem kvartaði undan snjómokstrinum. Tómas telur sig hafa ærna ástæðu til og honum gremst að vera hafður að háði og spotti meðal annars af borgarfulltrúa vegna málsins. Snjómokstur í borginni hefur verið með miklum ágætum það sem af er vetri og hefur tekið stakkaskiptum frá því sem verið hefur. Þó hefur komið fram að íbúi nokkur hafi kvartað undan hávaða í snjóruðningstækjum. Mörgum þótti þetta skjóta skökku við og meðal annars hefur komið fram að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata hafi skellt upp úr þegar hún frétti af málinu. En það eru tvær hliðar á hverju máli. „Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjómokstrinum. Ég bý í Seljahverfi og í bakgarðinum hjá mér er leikskóli. Ég hef staðið núna í stappi við mokstursdeild Reykjavíkurborgar í að verða fjögur ár. Þeir hafa vanið komur sínar klukkan tíu mínútur yfir fjögur alltaf um leið og svo mikið sem fellur smá föl á jörðu. Þá er þar mætt þungavinnuvél.“ Hefur mætt hroka hjá borgaryfirvöldum Tómas segist þar ekki vera að tala um litlu traktorana sem notaðir eru til að skafa göngustíga heldur fullvaxna vinnuvél með öflugri snjótönn. „Ég hef hringt í grenndarstöðina og talaði þar við æðstaprestinn, stöðvarstjórann, sem hefur sýnt mér ekkert annað en hroka. Og hló að mér, að þetta væri bara bull, þeir þyrftu að moka hvað sem á gengi.“ Tómas er þekktur veiðimaður og veitir ekki af, að komast í kyrrðina frá stórtækum vinnuvélum borgaryfirvalda.aðsend Tómas vill taka skýrt hann hafi sannarlega ekki neitt á móti snjómokstri, nema síður sé. Íbúar Reykjavíkur viti hvernig staðið hafi verið að honum fram til þessa en fyrr megi nú aldeilis fyrrvera. „Ég hafði samband við vinnueftirlitið sem og lögregluna til að fá úr því skorið hvort þetta væri löglegt. Lögreglusamþykkt segir skýrt að ekki megi fara af stað með neinar þungavinnuvélar inn í íbúðahverfi fyrr en klukkan sjö að morgni, nema brýna nauðsyn beri til. Ég verð að telja það ekki brýna nauðsyn að skafa heilt bílaplan sem er 60 til 70 metrar á lengd og 20 metarar á breidd, eitthvað svoleiðis, í fimmtíu mínútur klukkan fjögur að morgni, trekk í trekk.“ Maðurinn alltaf mættur stundvíslega komi korn úr lofti Tómas segir að einu gildi hversu mikill snjór hafi fallið, maðurinn á snjómoksturstækinu er mættur undir gluggann hjá sér klukkan fjögur og byrjaður að moka. „Það eina sem þeir hafa hlustað á mig og tekið tillit er að þeir slökktu á pípinu þegar vélin bakkar. En allt annað er sem áður, tönnin og blikkið og hávaðinn. Ég var að upplifa fullkominn sirkus klukkan fjögur að morgni í garðinum hjá mér.“ Tómas hefur meðal annars sett sig í samband við umhverfiseftirlit og heilbrigðiseftirlit borarinnar þar sem Ásgeir Björnsson var til svara. Fyrsta erindi Tómasar var 2020. Ásgeir Björnsson heilbrigðisfulltrúi hefur tekið undir með Tómasi, að gagnrýni hans sé góð og gild en það eina sem komið hefur út úr því er að slökkt hefur verið á bakkpípinu. Ásgeir sendi stöðvarstjóra erindi þar sem tekið var undir gagnrýni Tómasar, að þetta væri óásættanlegt. Þeir ætluðu að skoða hvað þeir gætu gert en það eina sem breyttist var að bakkpípið var tekið af vélinni. Allt annað er nákvæmlega eins að sögn Tómasar. „Síðan má velta því fyrir sér hvort stöðvarstjórar sem senda vélar út í mokstur horfi aldrei á veðurfréttir? Ef spáð er föl að morgni og rigningu, hvað er þá verið að moka? Meðan eru þeir sem þurfa að ganga eða hjóla að upplifa að hjólastígarnir eru ekki mokaðir þar sem moka þarf eitthvað bílaplan þar sem fólk mætir, keyrir inná og hendir krökkunum í leikskólann.“ Dóra Björt hlær að íbúanum Tómas er giftur og eiga þau hjónin fjögur börn. Tómas segist alltaf sofa við opinn glugga, hann geti ekki sofið öðruvísi. „En þessi stundvísi maður er alltaf mættur á mínútunni. Hann er örugglega góður starfsmaður. En þetta tekur hann fjörutíu til fimmtíu mínútur að moka þetta bílaplan með tilheyrandi hávaða. Flestir hafa nú heyrt þegar snjómokstursvélar eru í gangi, þetta er nánast eins og verið sé að taka efri hluta malbiksins af.“ Eins og áður sagði hló Dóra Björt borgarfulltrúa þegar hún heyrði af umkvörtunum Tómasar sem getið var í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom raunar fram að töluvert hefði verið kvartað vegna hávaða. „Ég las það á Vísi; hvernig í ósköpunum væri hægt að kvarta undan snjómokstri? En ég efast um að ef fram hjá glugganum hjá henni kæmi snjómoksturstæki stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og færi fram og til baka fimmtíu sinnum, þá held ég að myndi hvína í tálknum á henni. Hún hefði aðra skoðun allaveganna á þeim tiltekna snjómokstri. Þessi gæi væri rekinn um hádegisbilið.“ Kaldar kveðjur frá snjóruðningsmanninum Tómas hefur lent í stælum við mokstursmanninn en það hefur ekki haft neitt að segja. „Jájá, við höfum átt í orðaskaki. Ég hef farið og talað við hann. Það voru kaldar kveðjurnar sem ég fékk frá honum þegar ég spurði hvern fjandann hann væri að gera á stórvirkri vinnuvél inni í íbúðahverfi klukkan fjögur að nóttu til?“ Tómas ítrekar að hann sé ekki að kvarta undan traktorum sem fara um og skafa göngustíga, sem koma og eru farnir. Tómas tekur undir það að stökkbreyting hafi orðið í snjómokstri í borginni en þetta sé ekki boðlegt, að hans mati. En hver er staðan á þessu tiltekna máli? „Ég er aftur búinn að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Og bíð þess bara hvað þeir ráðleggja að gert verði. Að reynt verði að ná einhverri sátt um þetta. Ég meina, mætiði klukkan sex, ég skal þola það. En ekki klukkan fjögur að nóttu!“ Reykjavík Snjómokstur Nágrannadeilur Skipulag Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Snjómokstur í borginni hefur verið með miklum ágætum það sem af er vetri og hefur tekið stakkaskiptum frá því sem verið hefur. Þó hefur komið fram að íbúi nokkur hafi kvartað undan hávaða í snjóruðningstækjum. Mörgum þótti þetta skjóta skökku við og meðal annars hefur komið fram að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata hafi skellt upp úr þegar hún frétti af málinu. En það eru tvær hliðar á hverju máli. „Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjómokstrinum. Ég bý í Seljahverfi og í bakgarðinum hjá mér er leikskóli. Ég hef staðið núna í stappi við mokstursdeild Reykjavíkurborgar í að verða fjögur ár. Þeir hafa vanið komur sínar klukkan tíu mínútur yfir fjögur alltaf um leið og svo mikið sem fellur smá föl á jörðu. Þá er þar mætt þungavinnuvél.“ Hefur mætt hroka hjá borgaryfirvöldum Tómas segist þar ekki vera að tala um litlu traktorana sem notaðir eru til að skafa göngustíga heldur fullvaxna vinnuvél með öflugri snjótönn. „Ég hef hringt í grenndarstöðina og talaði þar við æðstaprestinn, stöðvarstjórann, sem hefur sýnt mér ekkert annað en hroka. Og hló að mér, að þetta væri bara bull, þeir þyrftu að moka hvað sem á gengi.“ Tómas er þekktur veiðimaður og veitir ekki af, að komast í kyrrðina frá stórtækum vinnuvélum borgaryfirvalda.aðsend Tómas vill taka skýrt hann hafi sannarlega ekki neitt á móti snjómokstri, nema síður sé. Íbúar Reykjavíkur viti hvernig staðið hafi verið að honum fram til þessa en fyrr megi nú aldeilis fyrrvera. „Ég hafði samband við vinnueftirlitið sem og lögregluna til að fá úr því skorið hvort þetta væri löglegt. Lögreglusamþykkt segir skýrt að ekki megi fara af stað með neinar þungavinnuvélar inn í íbúðahverfi fyrr en klukkan sjö að morgni, nema brýna nauðsyn beri til. Ég verð að telja það ekki brýna nauðsyn að skafa heilt bílaplan sem er 60 til 70 metrar á lengd og 20 metarar á breidd, eitthvað svoleiðis, í fimmtíu mínútur klukkan fjögur að morgni, trekk í trekk.“ Maðurinn alltaf mættur stundvíslega komi korn úr lofti Tómas segir að einu gildi hversu mikill snjór hafi fallið, maðurinn á snjómoksturstækinu er mættur undir gluggann hjá sér klukkan fjögur og byrjaður að moka. „Það eina sem þeir hafa hlustað á mig og tekið tillit er að þeir slökktu á pípinu þegar vélin bakkar. En allt annað er sem áður, tönnin og blikkið og hávaðinn. Ég var að upplifa fullkominn sirkus klukkan fjögur að morgni í garðinum hjá mér.“ Tómas hefur meðal annars sett sig í samband við umhverfiseftirlit og heilbrigðiseftirlit borarinnar þar sem Ásgeir Björnsson var til svara. Fyrsta erindi Tómasar var 2020. Ásgeir Björnsson heilbrigðisfulltrúi hefur tekið undir með Tómasi, að gagnrýni hans sé góð og gild en það eina sem komið hefur út úr því er að slökkt hefur verið á bakkpípinu. Ásgeir sendi stöðvarstjóra erindi þar sem tekið var undir gagnrýni Tómasar, að þetta væri óásættanlegt. Þeir ætluðu að skoða hvað þeir gætu gert en það eina sem breyttist var að bakkpípið var tekið af vélinni. Allt annað er nákvæmlega eins að sögn Tómasar. „Síðan má velta því fyrir sér hvort stöðvarstjórar sem senda vélar út í mokstur horfi aldrei á veðurfréttir? Ef spáð er föl að morgni og rigningu, hvað er þá verið að moka? Meðan eru þeir sem þurfa að ganga eða hjóla að upplifa að hjólastígarnir eru ekki mokaðir þar sem moka þarf eitthvað bílaplan þar sem fólk mætir, keyrir inná og hendir krökkunum í leikskólann.“ Dóra Björt hlær að íbúanum Tómas er giftur og eiga þau hjónin fjögur börn. Tómas segist alltaf sofa við opinn glugga, hann geti ekki sofið öðruvísi. „En þessi stundvísi maður er alltaf mættur á mínútunni. Hann er örugglega góður starfsmaður. En þetta tekur hann fjörutíu til fimmtíu mínútur að moka þetta bílaplan með tilheyrandi hávaða. Flestir hafa nú heyrt þegar snjómokstursvélar eru í gangi, þetta er nánast eins og verið sé að taka efri hluta malbiksins af.“ Eins og áður sagði hló Dóra Björt borgarfulltrúa þegar hún heyrði af umkvörtunum Tómasar sem getið var í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom raunar fram að töluvert hefði verið kvartað vegna hávaða. „Ég las það á Vísi; hvernig í ósköpunum væri hægt að kvarta undan snjómokstri? En ég efast um að ef fram hjá glugganum hjá henni kæmi snjómoksturstæki stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og færi fram og til baka fimmtíu sinnum, þá held ég að myndi hvína í tálknum á henni. Hún hefði aðra skoðun allaveganna á þeim tiltekna snjómokstri. Þessi gæi væri rekinn um hádegisbilið.“ Kaldar kveðjur frá snjóruðningsmanninum Tómas hefur lent í stælum við mokstursmanninn en það hefur ekki haft neitt að segja. „Jájá, við höfum átt í orðaskaki. Ég hef farið og talað við hann. Það voru kaldar kveðjurnar sem ég fékk frá honum þegar ég spurði hvern fjandann hann væri að gera á stórvirkri vinnuvél inni í íbúðahverfi klukkan fjögur að nóttu til?“ Tómas ítrekar að hann sé ekki að kvarta undan traktorum sem fara um og skafa göngustíga, sem koma og eru farnir. Tómas tekur undir það að stökkbreyting hafi orðið í snjómokstri í borginni en þetta sé ekki boðlegt, að hans mati. En hver er staðan á þessu tiltekna máli? „Ég er aftur búinn að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið. Og bíð þess bara hvað þeir ráðleggja að gert verði. Að reynt verði að ná einhverri sátt um þetta. Ég meina, mætiði klukkan sex, ég skal þola það. En ekki klukkan fjögur að nóttu!“
Reykjavík Snjómokstur Nágrannadeilur Skipulag Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira