Þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum en stuðningsmenn heimsliðsins hertóku þá leikinn.
Síðustu fimm mínúturnar verða spilaðar fyrir luktum dyrum klukkan 14.00 í dag að íslenskum tíma en leikurinn er á heimavelli Molenbeek.
Staðan var 1-0 fyrir Eupen eftir skallamark frá Renaud Emond á 59. mínútu leiksins.
Báðir íslensku landsliðsmennirnir voru á vellinum þegar hann var stöðvaður. Guðlaugur Victor Pálssson byrjaði leikinn og Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður fyrir fyrrnefndan Emond á 64. mínútu.
Á 85. mínútu fóru stuðningsmenn Molenbeek liðsins að kasta reyksprengjum og öðrum hlutum inn á völlinn. Leikmenn voru sendir inn í klefa en áttu að snúa aftur á völlinn. Áfram héldu stuðningsmennirnir að vera með læti og ákvað því dómarinn að flauta leikinn af.
Belgíska knattspyrnusambandið ákvað hins vegar að síðustu mínútur leiksins yrðu kláraðar og þær fara fram á sama velli í dag.
Alfreð, Guðlaugur Victor og félagar vonast til að halda út þessar lokamínútur og fagna fyrsta sigri Eupen síðan í október.