Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 07:45 Bjarni segir að það verði að líta á heildarmyndina. Vísir/Sigurjón Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV. Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær milljarða pakka til að bregðast við aðstæðum í Grindavík. Forsætisráðherra sagði í gær endanlega línu liggja fyrir í febrúar. Þetta sagði Bjarni í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hann sagði það áhyggjuefni ef við værum stödd í hrinu jarðhræringa sem geti haft aðrar og alvarlegar afleiðingar á hitaveitu og rafmagn. Það séu mikilvægir innviðir í húfi. Hann ræddi einnig kjaraviðræður þar og ákall um að yfirvöld kæmu inn í þjóðarsátt sem unnið er að með því að styrkja tilfærslukerfið. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefði jafnvel sagt að ef ríkið kæmi ekki inn með þeim hætti yrðu engir kjarasamningar. Vandamálið væri þó að þegar ríkið, sem hann sagði okkur öll, þyrfti að stíga inn í verkefni eins og Grindavík væri svigrúmið minna. „Það auðvitað hefur áhrif á getu okkar til að teygja okkur í átt að kröfum annarra sem á sama tíma eru að biðja okkur að leggja eitthvað af mörkum.“ Spurður hvort að aðstæður í Grindavík myndu hafa þá bein áhrif á kjaraviðræður sagði Bjarni nauðsynlegt fyrir alla að líta á heildarmyndina og það væri óskynsamlegt „af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir séu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum í.“ Bjarni ræddi einnig færslur sínar á Facebook-um tjaldbúðir flóttamanna og það hvort að hann hefði verið að slá nýjan tón í umræðum um útlendingamál. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef RÚV.
Grindavík Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12 „Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50
Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. 22. janúar 2024 11:12
„Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. 20. janúar 2024 13:20