„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2024 20:27 Sólveig Anna segir kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka Atvinnulífsins í viðkvæmri stöðu. Hún segir kröfu breiðfylkingarinnar skýra. Vísir/Arnar Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma en báðir aðilar hafa sagt tilganginn að ná sátt um langtímakjarasamninga sem myndu auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í atvinnulífinu. Lillý Valgerður ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um fundinn og stöðu viðræðnanna. Geturðu sagt okkur eitthvað hvað kom fram á þessum fundi? „Ég get reyndar ekki sagt mikið en þetta var langur fundur. Samtök Atvinnulífsins komu með viss viðbrögð við okkar tilboði. Við munum funda aftur á morgun, hefjum fund fyrir hádegi. Við skulum sjá hvað gerist á morgun. Hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram,“ sagði Sólveig Anna. Þið eruð að tala saman og lengur en þið hafið gert undanfarið þannig ykkur hefur eitthvað litist á þetta? „Eins og ég segi, við skulum sjá hvort okkur tekst að mjaka þessu eitthvað áfram. Það er asnalegt að vera hér í viðtali og geta lítið sagt en staðan er viðkvæm akkúrat núna þannig því miður get ég ekki upplýst um neitt meira,“ sagði hún. Þú mátt í raun og veru ekkert greina frá því sem var lagt fram? „Nei, ég er auðvitað bara hér með mitt fólk í húsi og fer yfir þetta með þeim en læt það duga að sinni,“ sagði Sólveig. Afstaða breiðfylkingarinnar skýr Samtök Atvinnulífsins óttuðust eitthvað launaskrið. Er þetta eitthvað sem gæti hentað öllum betur, það sem var rætt í dag? „Við erum ennþá föst í því að ræða flókin úrlausnaratriði. Okkar afstaða í breiðfylkingunni er auðvitað alveg skýr, við viljum semja um flata krónutöluhækkun. Við tökum ekki að okkur að semja um launaksrið hærri launaðra hópa og ég vona að þau skilaboð séu orðin nokkuð skýr yfir borðið til samtakanna,“ Þú ert hérna í húsi með þína samninganefnd. Hvernig er hljóðið í þínu fólki sem þú ert að ræða við um þessi mál og það sem var á fundinum í dag? „Fólk er auðvitað mjög forvitið að fá að vita hvernig fram vindur og við í samninganefnd Eflingar og í félaginu erum auðvitað í mikilli ábyrgðarstöðu. Við erum að gera kjarasamninga fyrir risastóran hóp af verka- og láglaunafólki. Þannig það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur öll sem hér erum saman komin að það takist vel til og við vonum að svo fari að lokum,“ sagði hún að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira