Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 21:13 Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð Verk að finna. MEKÓ Vala Hauksdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024 fyrir ljóðið Verk að finna. Ljóðstafurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag. Vala Hauksdóttir er fædd árið 1992, starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún er menntuð í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi. Önnur verðlaun hlaut Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir fyrir ljóðið Skyggnishnignun og þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir ljóðið Deig. Þar að auki hlutu sex ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Í móðurkviði eftir Draumeyju Aradóttur, Straumönd eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur, Stríðsyfirlýsing eftir Höllu Þórðardóttur, Fálæti og Legið yfir gögnum eftir Jón Knút Ásmundsson og Segðu mér eitthvað fallegt eftir Ragnar Jónasson. Verðlaunahafar við hátíðlega athöfn í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs.MEKÓ Alls bárust 270 ljóð í keppnina í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson. Úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Appelsínur en hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í sömu keppni fyrir ári síðan. Önnur verðlaun hlaut Inga Bríet Valberg í 5. bekk í Snælandsskóla fyrir ljóðið Ég og hún og þriðju verðlaun hlaut Sigurlín Viðarsdóttir í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Mjöll, Fönn og Drífa. Sérstakar viðurkenningar hlutu þau Angelo Mikael Korale Arachchige, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Batmann; Evelina Sóley Arthur, 7. bekk í Kársnesskóla fyrir ljóðið Fuglaljóð; Elsa Hlín Sigurðardóttir, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Sumarið; Ríkharður Óli Brynjarsson, 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Að vera ég; Sóldís Anahita Shahsafdari, 6. bekk í Álfhólsskóla fyrir ljóðið Úti og Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Í öðrum heimi. Sigurljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör 2024 Hér fyrir neðan má sjá sigurljóðið Verk að finna eftir Völu Hauksdóttur. Sigurljóðið árið 2024. Ljóðlist Kópavogur Menning Bókmenntir Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Vala Hauksdóttir er fædd árið 1992, starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Hún er menntuð í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Limerick í Írlandi. Önnur verðlaun hlaut Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir fyrir ljóðið Skyggnishnignun og þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir ljóðið Deig. Þar að auki hlutu sex ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Í móðurkviði eftir Draumeyju Aradóttur, Straumönd eftir Elínu Elísabetu Einarsdóttur, Stríðsyfirlýsing eftir Höllu Þórðardóttur, Fálæti og Legið yfir gögnum eftir Jón Knút Ásmundsson og Segðu mér eitthvað fallegt eftir Ragnar Jónasson. Verðlaunahafar við hátíðlega athöfn í dag ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs.MEKÓ Alls bárust 270 ljóð í keppnina í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson. Úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Appelsínur en hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í sömu keppni fyrir ári síðan. Önnur verðlaun hlaut Inga Bríet Valberg í 5. bekk í Snælandsskóla fyrir ljóðið Ég og hún og þriðju verðlaun hlaut Sigurlín Viðarsdóttir í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Mjöll, Fönn og Drífa. Sérstakar viðurkenningar hlutu þau Angelo Mikael Korale Arachchige, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Batmann; Evelina Sóley Arthur, 7. bekk í Kársnesskóla fyrir ljóðið Fuglaljóð; Elsa Hlín Sigurðardóttir, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Sumarið; Ríkharður Óli Brynjarsson, 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Að vera ég; Sóldís Anahita Shahsafdari, 6. bekk í Álfhólsskóla fyrir ljóðið Úti og Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Í öðrum heimi. Sigurljóð Ljóðstafs Jóns úr Vör 2024 Hér fyrir neðan má sjá sigurljóðið Verk að finna eftir Völu Hauksdóttur. Sigurljóðið árið 2024.
Ljóðlist Kópavogur Menning Bókmenntir Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira