Fótbolti

Vals­menn stað­festa komu Jónatans Inga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jónatan Ingi Jónsson er genginn til liðs við Val.
Jónatan Ingi Jónsson er genginn til liðs við Val. Skjáskot

Knattspyrnudeild Vals hefur komist að samkomulagi við Jónatan Inga Jónsson um að hann muni leika með liðinu í Bestu-deild karla.

Greint var frá því í gær að vistaskipti Jónatans Inga frá Sogndal til Vals væru yfirvofandi og nú hefur félagið staðfest að kantmaðurinn sé genginn í raðir Valsmanna.

Jónatan er 24 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með Sogndal í Noregi undanfarin tvö ár þar sem hann kom að 43 mörkum í 60 leikjum. Hann er uppalinn FH-ingur og á að baki tvo leiki fyrir íslenska A-landsliðið.

„Ég er kominn hingað til þess að vinna titla og komast sem lengst í Evrópu, ásamt því auðvitað að halda áfram að bæta mig persónulega sem leikmann. Ég er mjög spenntur að koma í Val og hlakka til að kynnast klúbbnum betur,“ segir Jónatan Ingi í tilkynningu Valsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×