Fótbolti

Freyr byrjar á ó­væntum úti­sigri í Belgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson gat vart hugsað sér betri byrjun á tíma sínum í Belgíu en lið hans, Kortrijk, lagði Standard Liege á útivelli í dag.

Kortrijk var fyrir leikinn á botni deildarinnar með aðeins tvo sigra í 20 leikjum og ljóst að Freyr þyrfti að draga allmargar kanínur úr hatti sínum til að halda liðinu í deild þeirra bestu.

Lærisveinar Freys ættu allavega að hafa aukna trú á verkefninu eftir sigur dagsins en hann kom þökk sé marki Felipe Avenatti undir lok fyrri hálfleiks. Lokatölur 0-1 og Kortrijk nú með 13 stig, átta frá öruggu sæti.

Alls fara fjögur lið í umspil um hvaða lið fellur. Liðið sem endar efst í því fjögurra liða umspili heldur sæti sínu í deildinni. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr næstefstu deild en neðstu tvö liðin falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×