Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 21:51 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru ánægðir með að búið væri að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Steingrímur Dúi Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann. Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann.
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55