Ferðamenn óhræddir við að fara í nýopnað lónið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 21:51 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru ánægðir með að búið væri að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Steingrímur Dúi Bláa lónið var opnað aftur í dag eftir að hafa verið lokað í flýti síðastliðinn sunnudag vegna eldgossins við Grindavík. Framkvæmdastjóri segir gleðitíðindi að starfsemi sé hafin að nýju og ferðamenn, þeir eru ánægðir. Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann. Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Opnunin nær til lónsins sjálfs, veitingastaðarins Lava, tveggja hótela, heilsulindar og verslunarinnar. Lónið var rýmt og því lokað síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. „Tilfinningin er auðvitað góð. Það var gott að sjá nýja hættumatið sem kom fram frá Almannavörnum í gær, sem sýndi að við værum komin á gult, sem veit á gott. Auðvitað er alltaf í forgrunni að tryggja öryggi gesta og starfsfólks. Þess vegna fylgjumst við með og höfum verið í góðu samtali og samstarfi við yfirvöld og horft mikið til þeirra mats,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Hún segir starfsólk ekki hafa farið varhluta af því að ferðamenn veigruðu sér við að bóka sig í lónið. Þeir ferðamenn sem hafi komist að á þeim tímum sem lónið hafi verið opið séu þó ánægðir. Öryggisatriðin kynnt fyrir misskelkuðum ferðamönnum Fréttastofa hitti fyrir nokkra ferðamenn á leið úr lóninu í dag. „Þetta er dásamlegt,“ sagði hinn breski Garreth. „Ég frétti af opnuninni eftir eldgosið. Þetta er mjög gott og fallegt. Við vorum með leirmaskann og gufan steig upp til himins. Mjög afslappandi,“ sagði Garreth. Hann hafi fengið skýrar upplýsingar um að fylgja fyrirmælum starfsfólks ef til jarðskjálfta kæmi. Shannon, frá Skotlandi, hafði svipaða sögu að segja um öryggisráðstafanir. Hún fór í Sky Lagoon í Kópavogi í gær, og Bláa lónið í dag. Hún ber báðum lónum vel söguna, þrátt fyrir að þau séu ólík. Hailey frá Bretlandi sagðist hafa verið nokkuð smeyk við að fara í lónið. „En við tókum áhættuna á grunni tölfræðilegra líkinda. Það virtist ólíklegt að eitthvað gerðist á þeim 2-3 tímum sem við vorum hér. Íslendingar sem við ræddum við töldu að Bláa Lónið yrði ekki hér eftir fimm ár svo það virtist skynsamlegt að grípa tækifærið nú meðan við erum hér á landi.“ Spánverjinn Jesus er staddur hér á landi gagngert vegna eldgosa og jarðhræringa. „Ég er ekki hræddur. Ég hef verið í Costa Rica og Hawaii. Ég var hér líka um jólin vegna gossins 19. desember,“ sagði hann.
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
„Ekki í boði“ að starfsemi í Svartsengi leggist af Bláa lónið opnar aftur í dag eftir að hafa verið rýmt síðastliðinn sunnudag, í aðdraganda eldgossins í Grindavík. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að leita verði lausna fyrir fyrirtæki í Svartsengi. Það sé ekki í boði að starfsemi þeirra leggist af. 20. janúar 2024 11:55