„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af störfum sem formaður KSÍ eftir mánuð. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér. Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson. KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn