Neituðu að fara út í kuldann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 13:18 Ragnar Erling Hermannsson hefur verið virkur í að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Vísir/Steingrímur Dúi Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum. Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira