Innlent

Land­ris heldur á­fram við Svarts­engi

Atli Ísleifsson skrifar
Um 200 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn síðan í gær.
Um 200 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn síðan í gær. Vísir/Björn Steinbekk

Land­ris heldur á­fram við Svarts­engi og er hætta áfram metin mjög mikil innan Grindavíkur.

Þetta kemur fram í nýrri færslu jarðvísindamanna á vef Veðurstofunnar. 

Þar kemur fram að eins og greint hafi verið frá í gær þá séu áfram skýr merki um landris undir Svartsengi og enn sé of snemmt að fullyrða um hraðann á landrisinu þar sem svo stutt sé síðan gaus á svæðinu. 

„Verið er að meta gögn frá GPS mælum til að fá heildarmat á stöðuna. Aflögun virðist þó vera svipuð og eftir eldgosið 18. desember.

Um 200 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn síðan í gær, sá stærsti 1,4 að stærð. Tæplega 70 smáskjálftar frá miðnætti. Þetta eru færri skjálftar en mældust deginum áður. Veðrið hefur haft áhrif síðustu daga en samt er búið að draga úr fjölda skjálfta.

Áfram er hætta mjög mikil innan Grindavíkur í tengslum við sprungur og að jarðvegur hrynji ofan í þær,“ segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný

Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. 

Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík

Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×