Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2024 13:24 Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“ Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“
Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25