Lífið

Ísrael verður ekki meinuð þátt­taka í Euro­vision

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Noa Kirel, keppandi Ísrael á sviði í keppninni í fyrra.
Noa Kirel, keppandi Ísrael á sviði í keppninni í fyrra. Aaron Chown/Getty

Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir EBU að ísraelska ríkisútvarpið KAN uppfylli öll skilyrði til þess að fá að taka þátt í keppninni í ár. Kallað hefur verið eftir því úr ýmsum áttum að Ísraelum verði meinuð þátttaka í ár vegna árása ísraelska hersins á Gasa og gríðarlegs mannfalls almennra borgara.

„Eurovision söngvakeppnin er keppni á milli ríkisrekinna sjónvarpsstöðva sem eru meðlimir í EBU. Þetta er keppni milli sjónvarpsstöðva - ekki ríkisstjórna - og ísraelska stöðin hefur tekið þátt í 50 ár,“ segir EBU í tilkynningu.

Samtökin segja að þau vilji varðveita stöðu keppninnar sem ópólitísks vettvangs sem sameini ólíka hópa um allan heim með tónlist að vopni. Þá segja samtökin ákvörðun sína í samræmi við ákvörðun alþjóðlegra íþróttasambanda sem leyft hafa þátttöku Ísraelsmanna í keppnum á alþjóðasviði.


Tengdar fréttir

„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“

Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×