Erlent

Prinsessan af Wa­les lagðist undir hnífinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vilhjálmur bretaprins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, uppstríluð á orðuvetingu við Windsor-kastala.
Vilhjálmur bretaprins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, uppstríluð á orðuvetingu við Windsor-kastala. Chris Jackson / Staff

Kate Middleton, prinsessa af Wales, fór í aðgerð á maga í einkasjúkrahúsi í London og verður á spítala næstu tíu til fjórtán daga.

Þetta segir í tilkynningu frá Kensington-höll. 

Þar segir að aðgerðin hafi verið skipulögð fyrir fram og hún hafi tekist vel. Hins vegar kemur ekki fram hvernig aðgerð um var að ræða.

Einnig kemur þar fram að prinsessan vilji biðjast afsökunar á því að þurfa að fresta væntanlegum viðburðum. „Miðað við ráðleggingar lækna er ólíklegt að hún snúi aftur til opinberra skylduverka sinna fyrr en eftir páska,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að prinsessan vilji halda fjölskyldulífi sínu sem eðlilegustu fyrir börn sín og óskar eftir því að upplýsingar um heilbrigði sitt verði ekki gerðar opinberar. Kensington-höll muni greina frá því þegar nýjar fréttir af heilsu hennar berast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×