Fótbolti

Inn á borð lög­reglu fyrir að fagna titli inn á fót­bolta­velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Isaac Kiese Thelin varð sænskur meistari með Malmö FF.
Isaac Kiese Thelin varð sænskur meistari með Malmö FF. Getty/Ulrik Pedersen

Isaac Kiese Thelin varð sænskur meistari með fótboltaliði Malmö í lok síðasta árs en framherjinn virðist hafa farið yfir strikið þegar hann fagnaði titlinum með félögum sínum í liðinu.

Lögreglan rannsakar nú nefnilega fagnaðarlæti Thelin eftir lokaleikinn en ástæðan er sú að hann notaði blys í fögnuðinum. Göteborg-Posten segir frá málinu. Thelin fékk blys frá stuðningsmanni þegar hann fagnaði sigri Malmö inn á velli eftir leik.

Það er stranglega bannað að vera með blys inn á velli enda stafar af þeim mikil hætta. Með því að taka við blysinu þá kom Thelin sér í mikil vandræði.

Sænska knattspyrnusambandið hefur þegar ákveðið að sekta leikmanninn um tíu þúsund sænskar krónur vegna þessa en það gera rúmlega 131 þúsund íslenskar krónur.

Hann ætti að ráða við það en hefur kannski meiri áhyggjur af því að vera kærður af lögreglu.

Thelin er 31 árs gamall og var á sínu öðru ári með Malmö. Hann skoraði 16 mörk í 28 deildarleikjum á meistaratímabilinu og varð markakóngur.

Fréttin í Göteborg-Posten.Göteborg-Posten



Fleiri fréttir

Sjá meira


×