Innlent

Talin hafa stolið lyfjum í vinnunni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Konan er grunuð um að stela lyfjum af lyfjalager Sjúkrahússins á Akureyri.
Konan er grunuð um að stela lyfjum af lyfjalager Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir/Tryggvi Páll

Kona, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, hefur verið ákærð fyrir að stela lyfjum af spítalanum.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er konunni gefið að sök að hafa stolið 238 töflum af ávana og fíknilyfjum af lyfjalager lyflækningadeildar sjúkrahússins.

Stuldurinn á að hafa átt sér stað á tímabilinu 30. nóvember til 28. desember árið 2022

Verðmæti taflanna var samkvæmt ákærunni 5464 krónur. Um var að ræða 64 töflur af lyfinu Imovane, 42 töflur af Heminevrin, nítján töflur af Sobril, 26 töflur af Stilnoct, og 87 töflur af Parkódín.

Héraðssaksóknari höfðar málið gegn konunni, en þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×