Ekki búandi í Grindavík næstu mánuði og jafnvel ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2024 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að búa þurfi Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika. Vísir/Einar Gosinu við Grindavík virðist lokið en prófessor í jarðeðlisfræði segir viðbúið að svipaðir atburðir endurtaki sig á næstu mánuðum og jafnvel árum. Grindavík sé ekki öruggur staður á meðan. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir gosið virðast búið. „Síðasta slettan kom upp laust eftir klukkan eitt en síðan var smá glóð sem var horfin klukkan sex í morgun. Þannig að gosið er búið, það er ekki útilokað að það taki sig upp aftur en ósennilegt miðað við hvernig fyrri gos hafa hegðað sér,“ segir Magnús Tumi. Ólíklegt sé að fleiri gosop opnist á allra næstunni og þrýstingur í kerfinu hafi minnkað. Kvika haldi þó áfram að streyma inn í hólf undir Svartengissvæðinu og því sé í raun sama staða uppi núna og eftir síðasta gos. „Það er líklegt að við munum sjá endurtekningu á þessum atburðum sem við sáum núna.“ Þrjú hús urðu hrauninu að bráð og jaðar þess nær að því fjórða.vísir/Arnar Lítill hluti hraunsins kominn upp miðað við fyrri atburði Reikna verði með að þetta muni halda áfram. „Það má vel vera að það gjósi á mismunandi stöðum á þessari sömu sprungu. Við fengum þetta sunnarlega og það má vel vera að það verði norðar næst, við vitum ekkert um það. En þessir atburðir sem hafa orðið þarna áður, þeir hafa búið til hraun sem er töluvert meira en það sem er komið upp. Það er komið upp kannski tíu prósent af því sem kom upp á þessari sprungu fyrir tvö þúsund árum og kom upp í Eldvörpum fyrir átta hundruð árum. Við getum bara reiknað með að þetta haldi áfram.“ Geta ekki beðið í „limbói“ Mikil gliðnun hafi orðið í Grindavík og sprungur geti opnast innan varnargarða nærri bænum. „Það er erfitt að segja til um framtíðina en fólk getur ekki beðið mánuðum og árum saman í einhverju limbói með sín heimili og annað. Það er ljóst að það þarf að fara í miklar aðgerðir til að reyna búa Grindvíkingum einhvern fyrirsjáanleika á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi segir Grindavík ekki öruggan stað á næstu mánuðum og jafnvel árum.Vísir/Vilhelm Í Grindavík sé bæði mikil hætta vegna sprungna og miklar skemmdir. „Síðan er yfirvofandi goshætta og við þessar aðstæður er ljóst að það er ekki búandi í bæ sem býr við þetta. Við verðum að búa við aðstæður þar sem börnin geta farið út að leika sér og fólk getur slappað af heima hjá sér. Það er mjög erfitt að sjá þær aðstæður við núverandi ástand.“ Ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand varir. „En það er ekki ólíklegt að það vari í einhverja mánuði og jafnvel ár.“ Og varla búandi í Grindavík á meðan? „Það tel ég ekki vera,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira