Erlent

Fritzl mögu­lega fluttur úr öryggis­fangelsi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Josef Fritzl er orðinn 88 ára gamall. 
Josef Fritzl er orðinn 88 ára gamall.  Vísir/AP

Austurríski kynferðis- og ofbeldismaðurinn Josef Fritzl verður mögulega fluttur í almennt fangelsi eða á elliheimili. Fritzl hefur afplánað dóm sinn á réttargeðdeild í öryggisfangelsi frá því hann var handtekinn árið 2009.

Fritzl læsti dóttur sína í kjallara heima hjá sér í 24 ár og eignaðist með henni sjö börn. Málinu hefur verið lýst því versta í austurrískri réttarsögu. Fritzl var sakfelldur fyrir að myrða eitt barnið sitt með vanrækslu auk þess sem hann var sakfelldur fyrir að nauðga og misnota og fangelsa dóttur sína. Dóttir hans og börn hennar hafa fengið ný nöfn og persónueinkenni [e. identity].

Hann er nú 88 ára gamall og með vitglöp. Á vef BBC segir að samkvæmt nýju geðmati sé hann því ekki talinn hættulegur almenningi lengur. Dómstóll í Austurríki geti því ákveðið að færa hann í venjulegt fangelsi. Þá telja sérfræðingar að einnig sé möguleiki fyrir Fritzl til að sækja um reynslulausn en samkvæmt austurrískum lögum mega þau sem afplána lífstíðardóma sækja um reynslulausn eftir að hafa afplánað í fimmtán ár. Fritzl gæti sótt um slíkt á næsta ári.

Sérfræðingar segja það geta verið lausn fyrir Fritzl sem hefur breytt nafni sínu og gæti þá verið fluttur á hjúkrunar- eða elliheimili. 

Héraðsdómstóll úrskurðaði árið 2022 að Fritzl væri ekki lengur hættulegur og að það væri hægt að flytja hann í venjulegt fangelsi. Æðri dómstóll í Vín kom síðar í veg fyrir að það yrði gert.


Tengdar fréttir

Fylla kjallara Fritzls með steypu

Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn.

Josef Fritzl fer fram á skilnað

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár.

Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar

Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni.

Elísabet Fritzl hefur nýtt líf

Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×