Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 06:36 Meðal sigurvegara kvöldsins. Vísir/Getty Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira