Succession, Beef og The Bear sópuðu til sín verðlaunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2024 06:36 Meðal sigurvegara kvöldsins. Vísir/Getty Segja má að Succession, Beef og The Bear hafi verið sigursælustu sjónvarpsþættir gærkvöldsins á Emmy verðlaunahátíðinni. Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sarah Snook, Kieran Culkin og Matthew Macfadyen fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í margverðlaunuðu dramaþáttunum Succession. Serían er nú einnig sú dramaþáttasería sem fengið hefur flest verðlaun nokkurn tíma. Fjórða og síðasta þáttaröðin kom út í fyrra vor og var meðal annars sýnd Stöð 2. Hún, eins og fyrri þáttaraðirnar, vakti mikla lukku. Höfundur þáttanna, Jesse Armstrong, sagði í viðtali á Rauða dreglinum í gær að hann væri sorgmæddur að þættirnir hefðu runnið sitt skeið en hann hafi notið þessa mjög. Leikararnir í Succession voru ekki einur um að fá verðlaun. Þættirnir sjálfir voru verðlaunaðir sem bestu drama þættirnir og sömuleiðis fyrir handrit og leikstjórn. Snook og Culkin voru valin bestu aðalleikararnir og Macfadyen besti aukaleikarinn. Tónlistarmaðurinn Elton John fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun fyrir Elton Live: Farewell From Dodger Stadium. Elton var þó ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum en með þessu er hann orðinn EGOT-hafi, það er að segja, hann hefur unnið til Emmy, Grammy, Óskars og Tony verðlauna. Jeremy Allen White var verðlaunaður sem besti grínleikarinn fyrir hlutverk sitt í The Bear. Ayo Edebiri, samstarfskona hans, fékk verðlaunin sem besta grínleikonan og Ebon Moss-Bachrach sömuleiðis fyrir leik sinn í þáttunum. Þættirnir sjálfir fengu þrenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu handritsskrifin, leikstjórnina og þættirnir voru valdir bestu grínþættirnir. Beef fékk fimm verðlaun í flokki stakra þáttaraða, fyrir aðalleikara og -leikkonu, seríuna í heild, handritið og leikstjórn. Jennifer Coolidge hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum The White Lotis og Paul Walter Houser fyrir leik sinn í Black Bird. Hér má finna heildarlista verðlaunahafa gærkvöldsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Emmy-verðlaunin Bandaríkin Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira