„Ég er enginn dýrlingur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:31 Vinicius Junior fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Yasser Bakhsh Vinícius Júnior var allt í öllu þegar Real Madrid fór illa með Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi en Real liðið vann leikinn á endanum 4-1. Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius. Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius.
Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira