„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. „Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira