Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:57 Allri starfsemi í bænum verður einnig hætt. Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira