Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:57 Allri starfsemi í bænum verður einnig hætt. Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira