„Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 10:28 Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Rætt var við Víði í aukafréttatíma Rúv rétt í þessu. Hann sagði rýmingu í nótt hafa gengið vel. Sms skilaboð voru send á alla sem voru í Grindavík auk þess sem viðbragðsaðilar keyrðu um bæinn með sírenur og athuguðu með hús þar sem bílar voru fyrir utan. Aðspurður um hvaða mannvirki séu helst í hættu segir Víðir að það séu séu innviðir svosem heitt og kalt vatn auk rafmagns. Fyrir stundu var greint frá því að verið væri að bjarga vinnuvélum á svæðinu við varnargarðana. „Við stöðvuðum vinnuna þegar þessi atburðarrás fór í gang, tryggðum að mannskapur færi í burtu, töldum ekki óhætt að vera þarna og ekki að sækja vélarnar a meðan við vissum ekki hvar sprungan myndi opnast,“ segir Víðir. Þegar atburðarrásin fór aðeins að skýrast var talið óhætt að sækja vélarnar og nú er búið að bjarga öllum tækjum sem reynt var að bjarga. Aukin sprungumyndun í Grindavík Víðir segir Grindavíkurveg í hættu en hætta er á að hraun renni að Grindavík. Þá hafa sprungur í bænum stækkað og nýjar myndast í nótt. Því sé mjög varasamt að vera við einhverkonar vinnu í bænum. „Nú er náttúran við stjórnvölin og við þurfum bara að sjá hvað gerist.“ Víðir biðlar til fólks að mæta ekki á staðinn. „Því miður eins og alltaf gerist í upphafi goss þá þyrpist fólk og vill skoða þetta. En ef menn átta sig á alvöru málsins og því hvað er að gerast þarna og á alvöru málsins, þá vinsamlegast gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til fólks að fara ekki að gosstöðvunum. Viðbragðsaðilar séu önnum kafnir og ekki sé mannskapur til að sækja fólk sem fari gangandi af stað. „Svæðið er hættulegt bæði hvað varðar sprungur, gas og fleira.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira