Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2024 20:31 Ólöf Ýrr Atladóttir, annar eigandi ferðafyrirtækisins Sóti Summits á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira