Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 17:55 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók til máls á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur. Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur.
Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira