Fótbolti

Solskjær hafnaði Svíum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra.
Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra. Vísir/Getty

Svíar eru í leit að landsliðsþjálfara og hefur sú leit gengið illa. Olof Mellberg hafnaði knattspyrnusambandinu á dögunum sem einnig var með Ole Gunnar Solskjær á lista yfir mögulega þjálfara.

Janne Andersson hætti sem landsliðsþjálfari Svía fyrir nokkrum vikum eftir erfitt gengi síðustu mánuði. Svíar náðu ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar og töpuðu meðal annars 3-0 fyrir Aserbaísjan í undankeppni mótsins.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að fyrrum landsliðsmaðurinn Olof Mellberg væri við það að taka við starfi landsliðsþjálfara en hann hafnaði tilboði knattspyrnusambandsins á endanum.

Hann er þó ekki sá eini sem hefur gert það. Í gær birti sænski miðillinn Fotbollskanalen frétt um að Solskjær og forsvarsmenn sænska knattspyrnusambandsins hefðu hist á fundi og rætt mögulegan samning.

Dagbladet í Noregi segir hins vegar í dag að Solskjær hafi hafnað Svíum og hafi gefið þeim það svar fyrir jól. Solskjær var síðast þjálfari Manchester United en hann var rekinn þaðan í nóvember 2021.

Það þykir nú líklegast að þjálfari U21-árs landsliðs Svía Daniel Bäckström taki við A-landsliðinu. Bäckström stýrir Svíum sem um þessar mundir eru á æfingamóti í Svíum og stýrði þeim til 2-1 sigurs gegn Eistum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×